Fyrirlestrar fyrir leikskóla

Námsumhverfið – Efniviður og rými – Yngstu leikskólabörnin.

Í fyrirlestrinum er leikurinn sem námsleið skoðaður sérstaklega, stuðst er við skráningar úr starfi með 1 – 3 ára börnum. “Með rannsóknum og tilraunum sínum ein og sama með öðrum lærir barnið smám saman um táknmál leiksins, um möguleika efniviðarins. Með rannsóknum sínum öðlast barnið þekkingu og færni gegnum leikinn. Börn læra af innri hvöt, löngun og það er þessi löngun sem drífur barnið áfram þrátt fyrir mistök, þau reyna aftur”. 

      • Einnig er mögulegt að aðlaga fyrirlesturinn að öllum aldurshópum leikskólans. 
  • Spurningum sem er velt upp:
  • Hvað er efniviður? Hvað efniviður er í boði?
  • Býður efniviðurinn upp á sköpun og nýja þekkingu?
  • Býður efniviðurinn upp á samstarf og samskipti?
  • Gefur efniviðurinn möguleika á fleiri en einni lausn, margbreytilega notkunarmöguleika?
  • Fá börnin leyfi til að nota efniviðinn/leikföngin á ólíka vegu?  
  • Hvað er hægt að gera í þessu rými?
  • Hvað langar mann að gera hérna?
  • Hvað býður rýmið upp á að börnin geti átt frumkvæði að?
  • Hvaða reglur, boð og bönn eru í gildi, skráð og óskráð? Hvaðan koma reglurnar? Fyrir hvern eru þær?

Í öllum fyrirlestrunum eru eftirfarandi vangaveltur og spurningar hafðar að leiðarljósi: 

  • Hvað er barnæska? 
  • Leikur og ímyndunarafl
  • Rými og efniviður, hvað og hvernig
  • Áhrif fullorðinna á sjálfsmynd barna, hvað get ég gert til að tryggja að ég mæti hverju barni á sem bestan hátt.
  • Hver er sýn mín/þín og viðhorf til barna? 
  • Hvað getum við fullorðnu lært af börnum?
  • Hvað á námsumhverfi yngstu barnanna að innihalda?
  • Hvernig fullorðna þurfa börn?
  • Hlutverk hinna fullorðnu.

Tengsl og samskipti fullorðinna og barna

Í fyrirlestrinum er farið í tengslamyndun og hvernig og hvenær tengsl myndast, og hvert hlutverk leikskólans er. Rannsóknir síðustu ára sýna fram á mikilvægi tengslamyndunar fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar. Sjálfsmynd barnsins, verður til í samskiptum við umhverfið, viðbrögðum hinna fullorðnu mótar barnið.  Börn eru fyrst og fremst tilfinningaverur fyrstu 7 ára ævinnar, hvernig hinir fullorðnu bregðast við tilfinninga útbrotum, getur verið afgerandi fyrir líðan og þroska barnsins. Mótun eða forritun einstaklingsins byrjar í móðurkviði – andleg og líkamleg líðan móður, stress, áhyggjur. Líðan móður hefur áhrif á líðan fósturs, en ekki bara það heldur umhverfið líka. Mikilvægi andlegrar heilsu er tími og tengsl, læknar hafa ekki verið nógu forvitnir um tengsl á milli andlegrar líðan og líkamlega líðan og því síður um hvað hefur gerst áður hjá einstaklingi, það hefur sem betur fer verið að breytast síðustu ár. 

    • Lengd  2 tímar með umræðum. 

“Margur er knár þó hann sé smár” Hvernig ung börn læra.

Í fyrirlestrinum er farið í hvernig ung börn læra. Hvað það er sem hefur áhrif á þroska barna. Farið í Öryggishringinn, (Circle of security). Hvernig efniviður og rými skapa námsumhverfið. Notuðu eru dæmi og skráningar úr starfi með 1-3 ára börnum í tveimur leikskólum. 

    • Lengd 2 tímar með umræðum

Aðlögun foreldra og barna í nýjum aðstæðum

Barnæskan varir alla ævi

Í fyrirlestrinum er fjallað um hvernig hægt er að skapa örugg og traust samskipti milli leikskóla og heimilis. Fyrirlesturinn byggir fyrst og fremst á 12 ára reynslu af foreldra þátttökuaðlögun, þar sem tekið er á móti 1-2 ára börnum ásamt foreldrum, í litlum hópum. Tengslakenningar, streiturannsóknir og hvað er til ráða til að skapa örugg og góð samskipti, þar sem tekið er tillit til þarfa yngstu barnanna. 

    • Lengd 2 tímar með umræðum

.

Fyrirlestrarnir eru í boði í fjarfundi. Hins vegar er alltaf möguleiki á að ég mæti á staðin. Ef fleiri leikskólar taka sig saman er hægt að óska eftir tilboði og deila þannig kostnaði. 

Hafa samband: 

 e-post: livets.reise55@gmail.com

Tele: 0047 90037181