Síta Pétursdóttir

Ég tek á móti þér með umhyggju og kærleika að leiðarljósi.

Ég mæti þér akkúrat eins og þú ert.

EQ terapi

EQ stendur fyrir tilfinningagreind, (e. emotionell intellegent). Barn sem upplifir skilyrðislausan kærleika þróar með sér jákvæða sjálfsvitund, þ.e. tilfinningagreind. Barn sem upplifir að tilfinningar þess eru teknar alvarlega, lærir að það skiptir máli og er í stakk búið til að skapa sér innihaldsríkt líf.

Á heimasíðu EQ Institute stendur eftirfarandi, í lauslegri þýðingu:

EQ þerapía byggir á því að erfiðar tilfinningar sem þú ert að kljást við í dag eigi rætur að rekja til barnæskunnar. Í EQ þerapíu er farið í kjarnann á hugmyndum þínum um sjálfan þig. Þú færð tækifæri til að standa með litla barninu sem kannski var ekki mætt á fullnægjandi hátt af foreldrum, systkinum, kennurum eða öðrum sem voru mikilvægir í æsku þinni.

EQ þerapisti leiðir þig áfram við að skoða og takast á við þær tilfinningarnar sem banka upp á og aðstoðar þig við að vinna úr þeim.

Hér getur þú lesið meira um EQ therapi á norsku.

Gildi heilbrigðrar tilfinningagreindar speglast í hvatningu Sókratesar:

„Þekktu sjálfan þig!“

UM MIG

Ég er fædd í Reykjavík 1955 og er frumburður foreldra minna. Ég er barn minnar kynslóðar og alin upp við þau gildi sem voru viðurkennd á þeim tíma, það er veganestið sem ég tók með mér út í lífið, ekki kannski allt jafngott. En allir gera eins vel og þeir geta út frá þeim forsendum sem þeir hafa hverju sinni, vandinn er að það er bara ekki alltaf nógu gott fyrir litla barnið. Frá fæðingu til sjö ára aldurs eru börn fyrst og fremst tilfinningaverur. Það er á þessum viðkæmu og mikilvægu árum sem tilfinningalíf okkar er forritað, sem dæmi tilfinningin að skipta máli eða ekki.

Það er mikilvægt að átta sig á því að það er upplifun litla barnsins sem skiptir máli, ekki endilega það sem gerðist eða gerðist ekki, sem veldur sárum (trauma) í barnssálinni. Ég er upptekin af því hvernig sár barnæskunnar hafa áhrif á og lita líf okkar, því ég veit af reynslu að barnæskan varir út lífið, hvernig þú ert gagnvart sjálfri þér og gagnvart öðrum.

Ég veit af eigin reynslu að það er aldrei of seint að breyta gömlu mynstri og endurskoða gamlan sannleika, sættast og líða betur með því að sýna sjálfri sér mildi og hlúa að litla barninu sem býr innra með okkur öllum.

Ég vil þakka öllum bæði börnum og fullorðnum sem ég hef verið samferða í einkalífi sem og í vinnu, fyrir allt sem þið hafið kennt mér. Ég er þakklát fyrir fólkið mitt. Ég veit ég hefði oft getað gert betur, ég gerði eins vel og ég gat á hverjum tíma.

EQ-SÝNIN

Samfélag sem einkennist af hjartahlýju, umhyggju og kærleika gagnvart sjálfum sér og öðrum.

Það sem er í boði

Fólk á öllum aldri er velkomið til mín í einstaklings þerapíu. Vertu velkomin akkúrat eins og þú ert.

Fyrir þig sem hefur ekki möguleika á að mæta til mín, býð ég upp á þerapíu gegnum tölvu.

Ég býð upp á 15 mín samtal um hvað EQ þerapía gengur út á. Þar gefst þér einnig tækifæri til að segja mér af þér og hvað ég get aðstoðað þig við.

Falleg gjöf handa einhverjum sem þér þykir vænt um. Sendu mér skilaboð með upplýsingum um þann sem þú vilt gleðja. Nafn, símanúmer og tölvupóstfang. 

Hafðu samband

og láttu ferðalagið til betri líðan byrja.

ATH!  Tímamismun 
Sumartíminn: Noregur er 2 tímum á undan Íslandi

Vetrartíminn: Noregur er 1 tíma á undan Íslandi

Phone 0047 90037181

Email livets.reise55@gmail.com

UMSAGNIR AF EQ TERAPIU

Ungur maður.

“Mér finnst eins og að EQ-therapy hafi virkilega hjálpað. Út frá því sem aðrir segja mér. Ég lýt betur út, ég brosi framan í þá sem ég hitti og líðan er betri. Þrátt fyrir mitt ástand og það sem var að ganga í gegnum á þessum tíma, segi ég að EQ-therapy hjálpaði. Mín reynsla.”

Hafdís kona 61 árs.

“Ég vil byrja á því að þakka Sítu það traust að bjóða mér að taka þátt í EQ samtals þerapíunni á meðan hún var í náminu. Mæli 100% með henni sem meðferðaraðila, hlý, traust og fagmanneskja fram í fingurgóma.

Fann að það gerði mér gott á þeim tíma að vinna með tilfinningar mínar, ekki síst þar sem ég fór í gegnum erfiðan skilnað fyrir rúmum 20 árum síðan.

Þessi samtöl og hennar ráðlegging um að skrifa bréf til míns fyrrverandi (sem var svo bara fyrir mig að lesa en ekki senda) urðu til þess að ég setti niður þessi orð:

„Það var einhver ótrúleg frelsun að finna þessa frelsistilfinningu að geta skrifað um atburði sem voru erfiðir/slæmir/niðurrífandi fyrir sálartetrið mitt á sínum tíma. En þegar ég skrifaði um þá urðu þetta bara „skrítnar staðreyndir sem ég get ekki breytt og finnst þær í raun ekki breyta neinu í mínu lífi í dag“

Það er dásamleg tilfinning að geta lifað í núvitund, notið demantanna sem glitra í kringum mig og skapa eðlilegri samskipti við mín kæru hér og þar. Þessi samtöl við Sítu fengu mig til að hlúa að litlu, óöruggu Hafdísi og sjá hana í nýju ljósi sem sterka, hamingjusama konu sem þrátt fyrir mótlæti hefur reist sig upp aftur og aftur.”

Kona 71 árs.

“Kæra Sita,
Ástæður þess að ég kom til þín eru: 
– Fann að mér mistókst að veita nánustu fjölskyldu minni skilyrðislausa ást.
– Eftir heilablóðfall eiginmanns árið 2021, breyttist eitthvað andlega – stundum þreytandi að
tengjast.
– Sonur og dóttir (á þrítugsaldri) lýstu yfir óánægju með uppeldið – frá mér – meðan þau voru á grunnskólaaldri.

Þú varst góð í að hlusta og sýndir mikla virðingu fyrir því sem ég hafði að segja.
Þú gafst mikið af sjálfri þér og þinni eigin lífsreynslu. Það gaf mér sjónarhorn á eigin reynslu.
Þú sýndir mikla faglega þekkingu.
Þetta veitti mér öryggi sem hjálpaði mér að fá tak í gleymdum upplifunum.
Mér finnst ég hafa endurheimt gleðina.
Merki meiri getu til að tjá skilyrðislausa ást.
Aðstæður mannsins míns eru hluti af daglegu lífi. Mér finnst hann flottur miðað við aðstæður.
Betra samband við dóttur.
Sonur sagði að hann væri fínn og hugsar ekki mikið um þetta. Ekkert samband umfram það.
Ég vil þakka fyrir góðar stundir. Vona að þú haldir áfram í mörg ár.”